Lífið

Líffræðiaðjúnktinn ungi mætir nú laganemanum

Alls tryggðu sex keppendur sér áframhaldandi þátttökurétt í Meistaranum í fyrstu umferð: Þau Inga Þóra Ingvarsdóttir, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Stefán Már Halldórsson og Haukur Harðarson auk áðurnefndra Friðbjörns Eiríks og Snorra. Og í 16 mannaúrslitum koma síðan til leiks þeir tíu sem sátu hjá í fyrstu umferð: Mörður Árnason, Illugi Jökulsson, Ólína Þorvarðardóttir, Björn Guðbrandur Jónsson, Jónas Örn Helgason Erlingur Siguðrsson, Sævar Helgi Bragason, Anna Pála Sverrisson, Ágúst Örn Gíslason og Kristján Guy Burgess.

 

Hópurinn í 16 manna úrslitumNú þegar liggur fyrir hverjir munu mætast í annarri umferð - sextán manna úrslitum - og verða viðureignirnar sem hér segir:

Anna Pála Sverrisdóttir - Snorri Sigurðsson

Jónas Örn Helgason - Haukur Harðarsson

Sævar Helgi Bragason - Kristján Guy Burges

Björn Guðbrandur Jónsson - Steinþór H. Arnsteinsson

Erlingur Sigurðsson - Ólína Þorvarðardóttir

Mörður Árnason - Stefán Halldórsson

Illugi Jökulsson - Ágúst Gíslason

Inga Þóra Ingvardóttir - Friðbjörn Garðarsson

Um MeistarannMeistarinn er nýr alíslenskur spurningaþáttur sem hóf göngu sína annan í jólum og hefur farið geysivel af stað. Þátturinn hefur þegar vakið mikið umtal í fjölmiðlum enda eiga eftir að etja þar kappi margir af helstu spurningahaukum þjóðarinnar og verður því úr skorið hver sé í raun og reynd Íslandsmeistari í spurningakeppnum, hinn eini og sanni Meistari.

 

Vefur Meistarans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.