Fréttablaðið ekki laust við áreiti eigenda og yfirmanna? 3. febrúar 2006 08:00 MYND/Vísir Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. Össur Skarphéðinsson, fyrsti formaður Samfylkingarinnar, skrifaði pistil um ráðningu Þorsteins Pálssonar í stöðu ritstjóra hjá Fréttablaðinu á heimasíðu sína í fyrradag undir yfirskriftinni "Sættir Baugs við Sjálfstæðisflokkinn". Þar segir hann ráðninguna vera friðarpípu sem Baugur bjóði Sjálfstæðisflokknum, en eins og kunnugt er er Þorsteinn fyrrverandi formaður flokksins. En Össur segir að í fljótu bragði séu Baugsmenn að taka nokkra áhættu. Þorsteinn geri enga samninga fyrirfram um að hlífa einum eða neinum, og, að á skútunni sé fyrir skarpasti leiðarahöfundur sem skrifi í íslensk dagblöð í dag, þ.e. Guðmundur Magnússon. Össur segir hann ekki hika við að segja álit sitt þó það komi yfirmönnum hans illa, og bendir í því sambandi á leiðara sem Guðmundur skrifaði þegar DV-málið svokallaða stóð sem hæst á dögunum, sem endaði með því að ritstjórar blaðsins sögðu upp. Í umræddum leiðara segir Guðmundur meðal annars að aðeins sé vit í þeirri reglu að eigendur og stjórnarmenmn fjölmiðlafyrirtækja virði sjálfstæði ritstjórna sinna, að þeir hafi markað meginstefnuna og þannig sé hægt að sækja þá til ábyrgðar, ekkert síður en ritstjórnirnar ef út af bregði. Össur segir orðrétt í pistli sínum: „Sú staðreynd að Guðmundur gat birt slíkan leiðara gerði það hins vegar að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna 365-miðla." Sama dag og Össur skrifar þetta var aftur á móti tilkynnt að Guðmundi hafi verið sagt upp sem ritstjórnarfulltrúi blaðsins. Össur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærkvöldi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. Össur Skarphéðinsson, fyrsti formaður Samfylkingarinnar, skrifaði pistil um ráðningu Þorsteins Pálssonar í stöðu ritstjóra hjá Fréttablaðinu á heimasíðu sína í fyrradag undir yfirskriftinni "Sættir Baugs við Sjálfstæðisflokkinn". Þar segir hann ráðninguna vera friðarpípu sem Baugur bjóði Sjálfstæðisflokknum, en eins og kunnugt er er Þorsteinn fyrrverandi formaður flokksins. En Össur segir að í fljótu bragði séu Baugsmenn að taka nokkra áhættu. Þorsteinn geri enga samninga fyrirfram um að hlífa einum eða neinum, og, að á skútunni sé fyrir skarpasti leiðarahöfundur sem skrifi í íslensk dagblöð í dag, þ.e. Guðmundur Magnússon. Össur segir hann ekki hika við að segja álit sitt þó það komi yfirmönnum hans illa, og bendir í því sambandi á leiðara sem Guðmundur skrifaði þegar DV-málið svokallaða stóð sem hæst á dögunum, sem endaði með því að ritstjórar blaðsins sögðu upp. Í umræddum leiðara segir Guðmundur meðal annars að aðeins sé vit í þeirri reglu að eigendur og stjórnarmenmn fjölmiðlafyrirtækja virði sjálfstæði ritstjórna sinna, að þeir hafi markað meginstefnuna og þannig sé hægt að sækja þá til ábyrgðar, ekkert síður en ritstjórnirnar ef út af bregði. Össur segir orðrétt í pistli sínum: „Sú staðreynd að Guðmundur gat birt slíkan leiðara gerði það hins vegar að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna 365-miðla." Sama dag og Össur skrifar þetta var aftur á móti tilkynnt að Guðmundi hafi verið sagt upp sem ritstjórnarfulltrúi blaðsins. Össur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gærkvöldi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira