Erlent

Lausir úr prísundinni

Potashnáman í Kanada.
Potashnáman í Kanada. MYND/AP

Sjötíu kanadískir námumenn eru nú lausir úr prísundinni eftir að hafa setið fastir í rúmlega sólarhring einn kílómetra undir yfirborði jarðar í kalsíum-námu í Kanada.

Eldur kviknaði í námunni og þurftu námumennirnir að leita skjóls í öryggisherbergi á meðan slökkviliðsmenn reyndu að ráða niðurlögum eldsins og tókst það seint í gærkvöldi. Ekki var hægt að hleypa mönnunum aftur upp á yfirborðið fyrr en búið var að lofta út eitruðum gufum og reyk. Ekkert amaði að mönnunum en þeir höfðust við í öryggisherbergi í námunni þar sem þeir höfðu súrefni, mat og vatn til hátt í tveggja sólarhringa dvalar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×