Erlent

Fuglaflensan komin til Kýpur

MYND/ap

Fuglaflensutilfelli af gerðinni H5N1 hefur greinst á tyrkneska hluta eyjunnar Kýpur. Þetta eru fyrstu veirutilfellin sem upp hafa komið á Kýpur, en engin tilfelli hafa fundist á gríska hluta eyjarinnar. Ríkisstjórnin hélt neyðarfund vegna málsins í gær en Kýpur er einungis um 75 kílómetra frá suðaustur-strönd Tyrklands þar sem fjórar manneskjur hafa dáið eftir að hafa smitast af H5N1 vírusnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×