Erlent

Sáttmáli í stað stjórnarskrár ESB

Anders Fogh Rasmussen

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að gerður verði örsáttmáli á milli Evrópusambandsríkjanna í stað stjórnarskrárinnar sem flest bendir til að ekki verði að veruleika í núverandi mynd.

Forsætisráðherrann segir ESB verða að leita nýrra leiða eftir að fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi. Í stað hennar leggur Rasmussen til einhvers konar örsáttmála sem ESB ríkin þurfi ekki að láta þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram um. Forsætisráðherrann leggur til að í sáttmálanum gæti meðal annars falist að ESB hafi í framtíðinni forseta í stað þess að aðildarríkin skiptist á að gegna formennsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×