Erlent

Þrír létust og tugir slösuðust

Að minnsta kosti þrír létust og yfir fjörtíu eru slasaðir eftir að farþegalest fór út af teinunum í austurhluta Pakistans í gær en margir vagnanna féllu niður í gil samkvæmt AP fréttastofunni. Talið er að á bilinu 500 til 600 farþegar hafi verið um borð í lestinni sem var á leið frá Rawalpindi sem er nærri Islamabad til Lahore, höfuðborg Punjabhérað. Herinn hefur verið sendur á staðinn til að aðstoða við björgunarstörf sem hefur gengið brösulega vegna erfiðra aðstæðna en óttast er að tala látinna muni hækka á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×