Erlent

Fréttateymi ABC fréttastofunnar lentu í sprengjuárás

MYND/Getty Images

Fréttamaður og myndatökumaður ABC fréttastofunnar er alvarlega særðir eftir sprengjuárás í bænum Taji í Írak í dag. Bob Woodruff fréttamaður og Doug Vogt myndatökumaður voru á ferð með írakska hernum þegar ráðist var á bílalest þeirra.

Ástand þeirra er sagt alvarlegt og eru þeir nú á hersjúkrahúsi bandaríska hersins í Írak. Fréttastjóri ABC fréttastofunnar, David Westin, sendi tilkynningu frá fréttastofunni síðdegis þar sem þetta kom meðal annars fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×