Innlent

Nær allir starfsmenn Icelandic Asia segja upp

21 starfsmaður Icelandic Asia, sem áður hét Sjóvík, hafa sagt upp störfum hjá fyrirtækinu frá og með deginum í dag. Eftir eru 4 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Í tilkynningu frá starfsmönnunum kemur fram að þeir hafi stofnað nýtt fyrirtæki á sviði sjávarútvegs sem heiti Asia Seafood. Starfsfólkið segir ástæðu uppsagnanna að stjórnendum Icelandic Group, sem er móðurfélag Icelandic Asia, hafi ekki veit starfsmönnunum viðurkenningu á starfi þeirra og framlagi sem hafi átt þátt í velgengni félagsins á Asíumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×