Innlent

Ríkisskattstjóri staðfestir tölur um aukna skattheimtu

Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, staðfestir að tölur Stefáns Ólafssonar prófessors um aukna skattheimtu séu réttar. Hann segir að rýrnun persónuafsláttar leiði til meiri skattbyrði á lægri tekjur. Hann telur þó að stærsti áhrifavaldurinn í aukinni skattbyrði sé launaþróun og kaupmáttaraukning.

Fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um að skattar hafi lækkað hér á landi eru einhver mestu ósannindi íslenskra stjórnmála í marga áratugi. Þetta sagði Stefán Ólafsson prófessor í blaðagrein í síðustu viku. Fram kom að 90% íslensku þjóðarinnar hefðu orðið fyrir kjararýrnun vegna aukinnar skattbyrði á síðustu 10 árum. Þegar ríkisskattstjóri er inntur álits á grein Stefáns segir hann að líta verði á tvennt, annars vegar tölurnar og hins vegar túlkun þeirra.

Indriði segir að skattbyrðin ráðist af tveimur þáttum, annarsvegar skatthlutfallinu og hins vegar persónuafslættinum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×