Innlent

Ljóslausir vagnar skapa hættu fyrir ökumenn

Frá Hvolsvelli
Frá Hvolsvelli Mynd/Teitur

Lögreglumenn á Hvolsvelli hafa undanfarnar vikur haft nokkur afskipti af ökumönnum dráttarvéla með tengivagna. Margir þessa vagna eru óskráðir og ljósabúnaður þeirra er lítill sem enginn. Vagnarnir sjást því illa í miklu myrkri og geta skapað nokkra hættu fyrir vegfarendur ef þeir sjá ekki vagnana í tæka tíð. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem ekið var aftan á vagna. Mikið tjón varð á bílunum en þykir það ganga næst kraftaverki að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Í báðum tilvikum var um að ræða óskráða og ljóslausa vagna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×