Innlent

Víða óveður og ófærð

Óveður og ófærð gera vegfarendum lífið leitt á vegum víða á vestan- og norðanverðu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Óveður er á Holtavörðuheiði og víða éljagangur á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er ófært og óveður á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi auk þess sem þungfært er og stórhríð á Hálfdán.

Óveður er á Norðurlandi og ófært er yfir Öxnadalsheiði.

Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir og hálkublettir á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×