Innlent

Lítið um óhöpp þrátt fyrir mikla hálku

Mikil hálka hefur verið á vegum víðast hvar eins og sjá má á þessu korti. Þrátt fyrir þetta fengust þær upplýsingar hjá lögregluembættum víðs vegar um landið nú síðdegis að hálkan hefði ekki valdið neinum óhöppum að ráði.

Á Austfjörðum gátu menn sér þess til að ástæðan kynni að vera sú að fólk væri minna á ferli en ella eftir velheppnað þorrablót í gærkvöldi sem stóð langt fram á nótt.

Þrátt fyrir hálku á höfuðborgarsvæðinu var lítið um óhöpp og enginn hafði leitað á slysadeild af þeim sökum síðdegis. Þó var ekið á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi eftir hádegi og er talið að rekja megi það óhapp til hálku. Miklar tafir urðu á umferð um tíma en meiðsl voru lítilsháttar ef einhver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×