Innlent

Búist við stormi suðvestanlands í nótt

Búist er við stormi með ströndum suðvestanlands í nótt og úti við norður- og austurströndina á morgun en í dag verður yfirleitt fremur hæg suðlæg átt.

Rigning eða súld um sunnan og vestanvert landið en úrkomulítið lengst af norðan og austan til. Snýst í kvöld í fremur hvassa suðvestan átt með rigningu um mest allt land, síst þó á Austurlandi. Hiti 2-7 stig á láglendi, mildast sunnan til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×