Fá bílastæði ráðgerð við nýja stúdentagarða 20. janúar 2006 21:04 Háskólastúdentar, sem vilja búa á nýjum stúdentagörðum sem eru að rísa í miðborg Reykjavíkur, eiga að taka strætó í skólann. Það er að minnsta kosti vilji borgaryfirvalda, sem gera ráð fyrir fáum, sem engum, bílastæðum við nýju stúdentagarðana. Þeir sem eiga bíl verða að leggja í bílastæðahúsum og greiða fyrir það fullu verði. Hér við Lindargötuna, þar sem áfengi var áður rétt yfir búðarborðið er verið að byggja 96 einstaklingsíbúðir fyrir háskólastúdenta. Þær eiga að vera tilbúnar í ágúst, en þetta eru fyrstu stúdentagarðar sem reistir eru utan háskólasvæðisins. Að öllu jöfnu er reiknað með einu til tveimur bílastæðum á íbúð þegar hús eru byggð en í skipulagningu þessara bygginga var einungis gert ráð fyrir hálfu bílastæði á íbúð. Formaður skipulagsráðs segir að þessi niðurstaða byggi annars vegar á reynslu um bílaeign námsmanna. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs segir vera staðreynd að stór hópur stúdenta vilji búa í moðborginni og spara sér rúma hálfa milljón á ári, eða því sem nemur að reka bíl. Það sé því verið að reyna að mæta kröfum þessarar nýju kynslóðar. Dagur segir ástæðu þess að ekki er gert ráð fyrir neinum bílastæðum í nágrenni stúdentagarðanna, vera þá að aðalskiptistöð höfuðborgarsvæðisins í nýja leiðakerfinu sé rétt hjá og þar gangi strætóar á innan tveggja mínútna fresti til háskólasvæðisins, sem sé mjög vel tengt í nýja leiðakerfinu. Þessir nýju stúdentagarðar verði því valkostur fyrir þá sem vilja nota strætó, búa miðsvæðis og stunda nám við háskólann. Það verður hins vegar ekki gert að skilyrði fyrir því að fá inni þarna að menn eigi ekki bíl. Námsmenn munu ekki geta lagt í nærliggjandi götur, eins og Njálsgötu eða Grettisgötu, þar sem þar á bráðlega að setja upp stöðumæla og bjóða íbúum þeirra gatna upp á íbúakort svo þeir geti lagt við heimili sín. En námsmönnum stendur ekki slíkt kort til boða og þurfa að finna aðra lausn á sínum bílastæðavanda. Dagur segir að þeir námsmenn sem verði á bíl geti lagt bíl sínum í nærliggjandi bílastæðahúsum en þeir þurfi að borga fullt verð fyrir stæðin eins og aðrir. Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Háskólastúdentar, sem vilja búa á nýjum stúdentagörðum sem eru að rísa í miðborg Reykjavíkur, eiga að taka strætó í skólann. Það er að minnsta kosti vilji borgaryfirvalda, sem gera ráð fyrir fáum, sem engum, bílastæðum við nýju stúdentagarðana. Þeir sem eiga bíl verða að leggja í bílastæðahúsum og greiða fyrir það fullu verði. Hér við Lindargötuna, þar sem áfengi var áður rétt yfir búðarborðið er verið að byggja 96 einstaklingsíbúðir fyrir háskólastúdenta. Þær eiga að vera tilbúnar í ágúst, en þetta eru fyrstu stúdentagarðar sem reistir eru utan háskólasvæðisins. Að öllu jöfnu er reiknað með einu til tveimur bílastæðum á íbúð þegar hús eru byggð en í skipulagningu þessara bygginga var einungis gert ráð fyrir hálfu bílastæði á íbúð. Formaður skipulagsráðs segir að þessi niðurstaða byggi annars vegar á reynslu um bílaeign námsmanna. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs segir vera staðreynd að stór hópur stúdenta vilji búa í moðborginni og spara sér rúma hálfa milljón á ári, eða því sem nemur að reka bíl. Það sé því verið að reyna að mæta kröfum þessarar nýju kynslóðar. Dagur segir ástæðu þess að ekki er gert ráð fyrir neinum bílastæðum í nágrenni stúdentagarðanna, vera þá að aðalskiptistöð höfuðborgarsvæðisins í nýja leiðakerfinu sé rétt hjá og þar gangi strætóar á innan tveggja mínútna fresti til háskólasvæðisins, sem sé mjög vel tengt í nýja leiðakerfinu. Þessir nýju stúdentagarðar verði því valkostur fyrir þá sem vilja nota strætó, búa miðsvæðis og stunda nám við háskólann. Það verður hins vegar ekki gert að skilyrði fyrir því að fá inni þarna að menn eigi ekki bíl. Námsmenn munu ekki geta lagt í nærliggjandi götur, eins og Njálsgötu eða Grettisgötu, þar sem þar á bráðlega að setja upp stöðumæla og bjóða íbúum þeirra gatna upp á íbúakort svo þeir geti lagt við heimili sín. En námsmönnum stendur ekki slíkt kort til boða og þurfa að finna aðra lausn á sínum bílastæðavanda. Dagur segir að þeir námsmenn sem verði á bíl geti lagt bíl sínum í nærliggjandi bílastæðahúsum en þeir þurfi að borga fullt verð fyrir stæðin eins og aðrir.
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira