Innlent

Víða óveður og ófærð

Óveður og ófærð gera ökumönnum erfitt fyrir víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ófært er um Klettsháls, Eyrarfjall og Öxi. Á Mörðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði er þungfært og óveður og þungfært á Breiðdalsheiði.

Hálka er víða á Vesturlandi og snjóþekja á mörgum stöðum á Vestfjörðum. Flughált er frá Hrútafirði og í Blönduós og víða snjóþekja á Norðurlandi vestra. Snjóþekju gætir líka víða á Norðurlandi eystra en þar bætist við hálka og snjókoma. Hálka og óveður er á Sandvíkurheiði og hálka víða á Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×