Innlent

Lóðaúthlutun á Akranesi og í Borgarbyggð þrefaldast á milli ára

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. MYND/Stöð 2

Lóðaúthlutun undir íbúðir á Akranesi og í Borgarbyggð ríflega þrefaldaðist á milli áranna 2004 og 2005 eftir því sem fram kemur í svari Árna Magnússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar þingmanns og Skessuhorn greinir frá. Lóðum undir 86 íbúðir var úthlutað árið 2004 en 279 lóðum í fyrra. Spurt var um úthlutun lóða í sveitarfélögunum tveimur á árunum 2000-2005 og í svari ráðherra kemur fram að um það bil 50 lóðum hefur verið úthlutað á ári frá 2000 til 2001. Það hefur því orðið nærri sexföldun á úthlutun íbúðalóða á fimm árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×