Innlent

Allt á uppleið í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. MYND/Gunnar V. Andrésson

Lækkun á úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í gær, þegar nær öll skráð fyrirtæki þar lækkuðu, virðist hafa verið skot út í loftið, því allt hefur verið aftur á uppleið í morgun.

Þannig er hækkunin í Atorku í morgun orðin meiri en lækkunin í gær, og Landsbankinn og FL Group eru á góðri leið með að vinna lækkunina upp aftur, svo dæmi séu tekin.

Að sögn viðmælenda NFS í morgun er ein helsta skýringin að fjárfestum hafi brugðið við óvænt verðfall og skyndilega lokun á markaðnum í Japan í fyrrinótt, en þann skjálfta mátti rekja til aðeins eins fyrirtækis þar, sem ekki verður séð að tengist Íslandi á einn eða annan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×