Innlent

Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Kjaradómslög

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Straumur álitsgjafa hefur legið inn á fund Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í allan morgun, þar sem reynt er að komast til botns í því hvort lagasetning til að fella úrskurð Kjaradóms úr gildi, stangist á við stjórnarskrána.

Sigurður Líndal, fyrrveandi lagaprófessor, sem er þeirrar skoðunar að sá þáttur breytinganna, sem varðar laun forsetans, sé stjórnarskrárbrot, er í hópi þeirra tíu sérfræðingar á ýmsum sviðum, sem voru boðaðir á fund nenfdarinnar, sem hófst klukkan hálf níu og búist er við að standi nú fram í hádegið.

Þingfundi , sem átti að hefjast klukkan ellefu, var því frestað til hálf tvö. Vaxandi efasemdir eru um það, einkum meðal stjórnarandstöðunnar, að fyrirhugaðar breytingar, sem varða eignarétt og snerta dómara, breytingar á launum forsetans og jafnræðisreglan sem snertir þá sem annarsvegar þiggja laun samkvæmt kjaranefnd og hinsvegar kjaradómi, standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Vaxandi líkur þykja nú á að afgreiðsla málsins dragist fram yfir helgi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×