Innlent

Örlygur Hnefill Jónsson í framboð

Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður
Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður
Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður og varaþingmaður gefur kost á sér í 1.-3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.

Örlygur hefur tekið sæti á Alþingi og fengið þar samþykkt mál, síðast breytingu á refsiákvæðum allra helstu laga um fiskveiðistjórnun. Þá hefur hann beitt sér fyrir vegstyttingum á þjóðvegi 1 milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Örlygur er ötull baráttumaður fyrir nýtingu vistvænnar háhitaorku til atvinnuuppbyggingar á Norðurlandi, í Þingeyjarsýslum, Húsavík, á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu, segir í tilkynningu frá honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×