Innlent

Viðbúnaður á Suðurnesjum vegna roks

Uppsláttur að húsi í Innri-Njarðvík féll niður í miklu hvassviðri í gærkvöldi. Tréplötur fukur á hús og bíl í nágrenninu og varð tjón á bílnum. Í Sandgerði var björgunarsveit kölluð út þar sem óttast var að hús í byggingu fyki og tókst að koma í veg fyrir það. Þá fuku nokkrar þakplötur úr porti BYKO en ekki er vitað um skemmdir vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×