Innlent

Hagvöxtur 5,5% á síðasta ári

MYND/E.Ól.

Hagvöxtur hér á landi var 5,5% á síðasta ári. Frá þessu er greint í vefriti fjármálaráðuneytisins í morgun en tekið er fram að talan geti breyst þegar Hagstofan fær frekari gögn til að vinna úr. Þar kemur einnig fram að í yfirstandandi efnahagsuppsveiflu hefur hagvöxturinn verið mestur á fjórða ársfjórðungi 2004 miðað við sama tímabil árið áður, eða um 12%. Frá árinu 1997 hefur hagvöxtur hér á landi verið að meðaltali um 4,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×