Innlent

Fiskur að verða munaðarvara á Íslandi

Ferskur fiskur hefur hækkað og mun enn hækka töluvert í verði hér á Íslandi.
Ferskur fiskur hefur hækkað og mun enn hækka töluvert í verði hér á Íslandi. MYND/Jón Sigurður
Skortur á ferskum fiski og hörð samkeppni um það litla sem í boði er, hefur valdið 40% verðhækkun á fiskmörkuðum á aðeins tveimur mánuðum. Aðeins brot af því er enn komið út í verðlagið í fiskbúðum.

Það hefði einhverntímann þótt saga til næsta bæjar að það skorti fisk í soðið hér á landi, eyju, sem er umlukin fiskimiðum. En þegar innkaupanótur Geirs Vilhjálmssonar fisksala í Hafbergi eru skoðaðar aftur í tímann kemur í ljós að innkaupakostnaður fyrir sama magn, hefur hækkað að meðaltali um 40% frá því byrjun júní.

Til viðbótar við samkeppni fisksala og útflytjenda á ferskum fiski í flugi, bætast veitingahúsin við, sérstaklega yfir sumartímann, þegar fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum pantar fisk í von um að fá hann eins ferskan hér á landi og hægt er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×