Innlent

Stærsta átak til eflingar eldvarnareftirlits í áratugi

MYND/Vilhelm

Mikil þörf hefur verið fyrir búnað hjá slökkviliðinu undanfarin ár, sérstaklega hvað varðar viðbrögð við mengunarslysum. Úr þessu var bætt í dag með stærsta einstaka átaki til að efla eldvarnir í landinu um áratugaskeið.

Umhverfisráðherra tilkynnti í dag að Brunamálastofnun hafi verið heimilað að verja hundrað milljónum króna á þessu ári til þess að efla eldvarnir og viðbrögð við mengunarslysum um allt land. Að sögn Björns Karlssonar brunamálastjóra var mikil þörf á þessu, sérstaklega hvað mengunarvarnirnar varðar.

Fénu verður meðal annars varið til kaupa á lágmarksbúnaði vegna viðbragða við mengunarslysum sem settur verður upp víða um land, og viðameiri búnaði vegna viðbragða við stórum mengunarslysum á landi. Síðarnefndi búnaðurinn verður geymdur hjá slökkviliðunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en hann má flytja hvert á land sem er með skömmum fyrirvara. Þá verður fénu veitt í búnað til að efla þjálfun í slökkvistörfum og reykköfun, og til að styrkja eldvarnareftirlit í samvinnu sveitarfélaga.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×