Innlent

Árdegi kaupir DagGroup

Árdegi ehf hefur keypt alla hluti félaga í eigu Róberts Melax í Degi Group og Nordex og á nú félögin 100%. Í byrjun febrúar sl. seldi Dagur Group Senu ehf. til Dagsbrúnar hf. Dagur Group á og rekur 9 BT verslanir, 3 Skífuverslanir, 2 verslanir undir nafni Hljóðfærahússins auk Sony Center í Kringlunni. Nordex rekur verslunina Next í Kringlunni. Í tilkynningu frá Árdegi segir að stefnt sé að sameiningu félaganna og verður þá til eitt af stærri verslunarfyrirtækjum landsins með áætlaða veltu uppá 5 milljarða í 16 verslunum. Árdegi er í eigu Sverris Berg Steinarssonar og Ragnhildar Önnu Jónsdóttur.Árdegi rekur verslun NOA NOA í Kringlunni og fer fyrir fjárfestingu í raftækja-keðjunni Merlin sem rekur 48 verslanir í Danmörku




Fleiri fréttir

Sjá meira


×