Innlent

Hagnaður KSÍ 27 milljónir króna

Hagnaður Knattspyrnusambands Íslands nam 27 milljónum króna á síðasta ári. Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 462 milljónir króna og heildargjöld voru 435 milljónir. Í ljósi þess ákvað stjórn KSÍ að greiða sérstakt framlag til aðildarfélaga af hagnaði, alls 11 milljónir króna. Niðurstaða ársins varð því jákvæð sem nam rúmlega 16 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×