Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan sjómann

Mynd tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Mynd tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Mynd/LHG/Þórarinn Ingi Ingason
Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veiks skipverja um borð í bát sem staddur var 25 sjómílur vestur af Snæfellsnesi sem er um 2 og ½ tíma siglingu frá Ólafsvík. Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar fór frá Reykjavík kl. 16:49 og var búið að ná sjómanninum um borð í Líf kl. 17:54. Þyrlan lenti síðan við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 18:22 og þaðan var veiki sjómaðurinn fluttur með sjúkrabíl á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut. Líða sjómannsins er góð og hugsanlega verður hann útskrifaður á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×