Innlent

Erfitt að sanna ákæru um rangar sakargiftir

Jón Gerald Sullenberger.
Jón Gerald Sullenberger. MYND/Einar Ólason

Jóhannes Jónsson í Bónus hefur kært Jón Gerald Sullenberger fyrir rangar sakargiftir, sem hann segir hafa orðið til þess að hann lenti í þriggja ára lögreglurannsókn.

Jón Gerald sagði Jóhannes hafa beðið um að rangir reikningar yrðu gefnir út vegna bílainnflutnings, en breytti svo framburði sínum fyrir héraðsdómi. Famburður Jóns var grundvöllur saksóknar á hendur Jóhannesi.

Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar segir breyttan framburð hafa leitt til þess að Jóhannes hafi dregist inn í málið.

Í dag lagði Jóhannes fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis um að Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hafi brotið jafnræðisreglu við meðferð ákæruvaldsins. Einar segir Jón Gerald hafi lýst því yfir að hafa framið refsivert brot, en aðrir sem neituðu voru ákærðir. Þetta sé brot á jafnræðisreglu.

Ekki náðist í Jón Gerald Sullenberger, en verjandi hans segir að erfitt geti verið að sanna ákæru um rangar sakargiftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×