Innlent

Dregur úr ferðatíðni á stofnleiðum í páskavikunni

Mynd/Heiða

Nokkrir farþegar Strætó bs. hafa haft samband við Fréttastofuna vegna þess að stætisvagnar á stofnleiðum aka ekki á tíu mínútna fresti yfir annamesta tíma dagsins nú í páskavikunni. Eins og gefur að skilja hefur þetta valdið sumum vanda sem ferðast með strætó til vinnu sinnar.

Á sunnudaginn var tók ný leiðabók Strætó bs. gildi en tímatöflum á leiðum 12, S2 og 28 var breytt lítilsháttar. Þessar breytingar hafa ekki verið auglýstar sérstaklega utan þeirra upplýsinga sem birtast á heimasíðu Strætó bs. og í nýrri leiðabók sem tók gildi á sunnudaginn. Svipaða sögu er að segja um akstur stofnleiðanna sex en upplýsingar um ferðatíðni á stofnleiðunum hefur ekki verið kynnt sérstaklega. Svo virðist sem stofnleiðarnar sex séu einkum miðaðar við skólafólk en nú í páskavikunni fellur niður akstur á stofnleiðum á tíu mínútna fresti. Umræddar ferðir mun einnig falla niður yfir sumartímann frá 5. júní til 18. ágúst og á milli jóla og nýárs, eða þegar skólafólk er í fríi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×