Eins og búast mátti við hafa forráðamenn Manchester United gefið lítið fyrir frétt spænska blaðsins Marca í dag, þar sem haft var eftir vængmanninum Cristiano Ronaldo að hann vildi ganga til liðs við Real Madrid.
"Manchester United á ekki orð yfir yfirlýsingum Juan Miguel Villar Mir um að Cristiano Ronaldo hefði lýst yfir áhuga sínum á að ganga í raðir Real Madrid. Menn virðast oft hlaupa á sig þegar kemur að forsetakosningum og rétt er að ítreka að Ronaldo er samningsbundinn Manchester United til ársins 2010 og verður leikmaður félagsins á næstu leiktíð," sagði í tilkynningu frá enska liðinu nú síðdegis.