Innlent

Stálu heitum potti

Mynd/Vísir

Sá sérstæði þjófnaður var framinn við sumarbústað í Grímsnesi í fyrrinótt að nýjum stórum rafmagnshitapotti, sem felldur var ofan í veröndina, var stolið og komust þjófanrir óséðir undan með ferlíkið. Þjófarnir þurftu því að tæma hann, rífa frá honum timburverkið og fella girðingu til að koma vörubíl að, til að fjarlægja pottinn, sem vegur nokkur hundruð kíló. Svona pottur kostar sex hundruð þúsund krónur fyrir utan flutningskostnað og kostnað við að koma honum fyrir og tengja hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×