Nú hefur verið staðfest að Michael Ballack hjá Bayern Munchen muni ganga formlega í raðir Englandsmeistara Chelsea á mánudaginn, þegar haldinn verður sérstakur blaðamannafundur til að tilkynna komu hans. Jose Mourinho segist ánægður með þær viðræður sem hann hafi átt við þýska leikmanninn og fagnar jákvæðu hugarfari hans í garð vistaskiptanna.

