Innlent

Ríkið haldi í þrjátíu og tvær jarðir

Skriðuklaustur, Fljótsdalshéraði og Víðimýri í Skagafirði eru jarðir sem eiga að vera áfram í ríkiseigu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um þjóðjarðir sem landbúnaðarráðuneytið hefur látið gera.

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra fól þeim Níelsi árna Lund skrifstofustjóra og Sigurði Þráinssyni deildarstjóra landbúnaðarráðuneytisins að leggja mat á og koma með tillögu um hvaða ríkisjarðir skyldi ekki selja með það að markmiði að þær verði þjóðareign í framtíðinni. Í skýrslunni eru jarðirnar flokkaðar í fjóra flokka, fjórtán jarðir tilheyra flokknum Náttúruperlur og friðað land. Má þar nefna Arnarbæli, Ölfusi, Búðir á Snæfellsnesi, Flatey Breiðarfirði, Hornstrandir og Þingvellir. Sjö jarðir heyra undir Söga og menningu. Helstar eru Brjánlækur á Barðaströnd, Skriðuklaustur, Fljótsdalshéraði og Víðimýri í Skagafirði. Sex jarðir falla undir flokkinn Fyrrum byggð en nú í eyði og er þeirra þekktust líklega Sélárdalur og Uppsalir. Fimm jarðir eru í flokknum Hálendið og öræfin og í þann flokk fekkur til að mynda Grímsstaðir í Öxnafjarðarhreppi og Möðrudalur í Fljótsdalshéraði. Höfundar minna á í skýrslunni að aðeins er fjallað um jarðir á forræði landbúnaðarráðuneytisins en ekki jarðir sem eru á forræði annara ráðuneyta, undirstofnana þeirra eða Prestsetrasjóðs. Telja þeir mikilvægt að farið verði ofan í saumana á öllum ríkisjörðum og sambærilegar skýrslur gefnar út þegar taka á ákvörðun um hvaða jarðir ríkið skuli eiga og hvaða ekki. Eins minnast þeir á skýrslu Freysteins Sigurðssonar sem gerð var að beiðni iðnaðarráðuneytisins um jarðir í ríkiseigu sem eru jarðrænar auðlindir. Í þeirri skýrslu eru taldar upp þær jarðir sem innihalda jarðhita, grunnvatn, jarðefni eða vatnsafl og gætu því skapað ríkinu tekjur í framtíðinni og eiga því ef til vill heima í hópi þjóðjarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×