Erlent

Google ritskoðað í Kína

Kínverjar geta senn farið að notfæra sér Google-leitarvélina á Netinu, en böggull fylgir skammrifi.

Stjórnendur Google hafa nefnilega gert samkomulag við kínversk stjórnvöld um að gegn því að leitarvélin verði heimiluð á þessum ört stækkandi netmarkaði muni þeir stilla hana þannig að tiltekin leitarorð sem tengjast pólitísku andófi skili engum niðurstöðum.

Þannig munu kínverskir netverjar grípa í tómt slái þeir inn leitarorðin "Falun Gong" eða "sjálfstæði Taívans".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×