Innlent

Útilokar ekki fleiri rannsóknaleyfi

Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, útilokar ekki að rannsóknarleyfi vegna nýrra virkjana verði gefin út áður en kosið verður til alþingis næsta vor. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að með útgáfu rannsóknarleyfa sé í raun verið að stíga fyrsta skref til framkvæmda.

Helgi spurði iðnaðarráðherra út í stefnu ríkisstjórnarinnar í stóriðjumálum á Alþingi í gær. Hann sagði ráðherrann hafa sýnt hringlandahátt með svörum sínum í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Iðnaðarráðherra sagðist hafa talað skýrt í þessum efnum en það væri auðvelt að snúa út úr málflutningi hans ef menn hefðu vilja til þess. Það hefðu verið sett ný lög árið 2003, sem breyttu aðkomu stjórnvalda að samningum við erlenda aðila um samstarf um uppbyggingu stóriðju. Hlutverk iðnaðaráðuneytisins nú væri að veita fyrirgreiðslu, aðstoð, upplýsingar og aðhald. Það væri ætlast til þess að við ákvarðanir í stóriðjumálum væri fylgt faglegum og fræðilegum vinnubrögðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×