Erlent

Verkfalli flugmanna SAS í Danmörku er lokið

Strandaglópar á Kastrup-flugvelli geta tekið gleði sína að nýju.
Strandaglópar á Kastrup-flugvelli geta tekið gleði sína að nýju. MYND/AP

Verkfalli flugmanna SAS í Danmörku er lokið. Flugmennirnir lögðu niður vinnu í fyrradag en hafa nú ákveðið að snúa aftur til starfa.

Talsmaður SAS sagði fyrir stundu að einhvern tíma tæki að koma áætlunum félagsins til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í samt lag aftur.

Flugmenn og fulltrúar félagsins funduðu fyrr í dag og fram kemur á vefsíðu Dagens Nyheter að félagið ætli að taka upp nýjar vinnuaðferðir í launadeilu sinni við flugmenn.

Í morgun tilkynnti félagið að það ætlaði að krefja flugmennina um skaðabætur á grundvelli aðgera sinna, sem væru ólöglegar. Talsmaður SAS sagði tap félagasins vegna þeirra 300 milljónir íslenskra króna á dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×