Innlent

Gæludýr á um 30% heimila í landinu

Mynd/Stefán
Íslendingar eru greinilega miklir dýravinir en gæludýr eru á um þriðjungur heimila í landinu. Kettir eru vinsælastir allra gæludýra og þar á eftir kemur besti vinur mannsins, hundurinn. Alls eru gæludýr á um 29% heimila í landinu og gæludýra eru á álíka mörgum heimilum og myndbandsuððtökuvélar sem eru á 27% heimila í landinu. Þetta kemur fram í rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árið 2002-2004 en þetta er í fyrsta sinn sem gæludýraeign heimilanna er skoðuð sérstaklega. Eins og áður segir eru kettir vinsælastir gæludýra en kettir eru á tæplega 12% heimilum landsins. Hundar koma þar á eftir og eru á 8% allra heimila. Gullfiskar eru á álika mörgum heimilum og tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi eða tæpum 5 % heimila.

Páfagaukar koma þar á eftir og svo hestar sem teljast til gæludýra í rannsókn Hagstofunnar. Hamstrar koma á eftir hestunum í vinsældum og ekki er minnst á önnur dýr. Kristinn Þorgrímsson, verslunarstjóri í Dýraríkinu, segir að áhuginn fyrir óhefðbundnum gæludýr eins og froskum og salamöndrum sé að aukast en landfroskar eru svotil nýir í sölu hér á landi. Aðspurður um snáka, eðlur, skjaldbökur og köngulær sagði Kristinn að þær dýrategundir væru ólöglegar hér á landi, þó vissulega leynist slík dýr víða. Hann segir að hamstrar og nagdýr séu vinsæl gæludýr hjá yngri kynslóðinni en fullorðna viðskiptavini frekar velja sér skrautfiska eða stóra páfagauka. Aðspurður um snáka, eðlur, skjaldbökur og köngulær sagði Kristinn að þær dýrategundir væru ólöglegar hér á landi, þó vissulega myndu slík dýr leynast víða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×