Innlent

„Fráleit byggðastefna“

Það er fráleit byggðastefna að ráðast í stórfellda uppbyggingu áliðnaðar á Suðvesturlandi á undan uppbyggingu álvers á Norðurlandi. Þetta segir í nýrri ályktun bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar. Hvergi á landinu standi uppbygging og fjárfesting með meiri blóma en á suðvestur horninu, sem endurspeglast í minna atvinnuleysi en á landsbyggðinni, stöðugri fólksfjölgun, hærri launum og hærra fasteignaverði en á landsbyggðinni. Bæjarstjórnin skorar á stjórnvöld að standa við yfirlýstan vilja þess efnis að næsta álver rísi á Norðurlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×