Erlent

Bærinn ætlar ekki að greiða niður vændiskaup

Fatlaður karlmaður í Árósum í Danmörku lagði nýverið fram kvörtun til félagsmálayfirvalda þar í bæ vegna þess að honum þótti sjálfsagt að bærinn myndi greiða niður kostnað hans fyrir vændisþjónustu. Maðurinn fór fram á fjárhagslega aðstoð á þeim forsendum að kaup á vændi væru einfaldlega of dýr fyrir mann í hans stöðu og því ætti bærinn að koma til móts við þau útgjöld hans. Kvörtunarnefnd á vegum félagsmálastofunar hefur nú tekið ákvörðun, og var niðurstaðan sú að það sem vændiskaup væru persónulegt val en ekki nauðsyn, þá skildi maðurinn bera allan kostnað af slíkum útgjöldum. Sjálfur segist hann hafa átt von á þessari niðurstöðu þar sem mikil umræða hafi verið undanfarið um vændiskaup.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×