Arsenal lagði Sunderland 3-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og heldur því sínu striki í baráttunni um fjórða sætið. Fyrsta mark Arsenal var sjálfsmark og þeir Thierry Henry og Cesc Fabregas bættu við sitt hvoru markinu fyrir lok fyrri hálfleiks og þar við sat.
