Innlent

Tæring í akkeri

Mynd/Erlendur Bogason

Neðansjávarfornleifafræðingar Hólarannsóknarinnar sem hafa stundað rannsóknir sínar í og utan við ósa Kolku undanfarna daga telja ekki óhætt að lyfta akkeri sem þar fannst í gær og koma því á land fyrr en á mánudag. Járnið í akkerinu hefur orðið tæringu að bráð, annaðhvort vegna þess að það er svo gamalt eða vegna þess að járnið hefur verið lélegt. Aldursgreining bíður því næstu viku. Akkerið sannar tilgátu fornleifafræðinga um að skipalægi hafi verið sunnan við Elínarhólma, en talið er að Kolkuós hafi verið meginhöfn Norðlendinga til forna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×