Lífið

Keppt í skyrglímu

Rokksveitin Brain Police treður upp á Íslandsmótinu í skyrglímu.
Rokksveitin Brain Police treður upp á Íslandsmótinu í skyrglímu.

Fyrsta Íslandsmótið í skyrglímu fer fram á skemmtistaðnum Pravda á laugardag. Sigurvegarinn í kvennaflokki fær í sinn hlut tvær nætur með morgunverði á Hótel Venus, tíu tíma ljóskort, út að borða fyrir tvo, tíu þúsund króna skóinneign og klippingu. Íslandsmeistarinn í karlaflokki fær nýjustu plötu Hildar Völu, La la la.

Með þessum mismun segjast aðstandenur vilja jafna áralangan ójöfun kynjanna er snýr að launum og verðlaunafé. Bjóða þeir Geir Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra KSÍ, og Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, að taka þátt í karlaflokknum.

Hljómsveitin Brain Police mun troða upp auk þess sem boðið verður upp á tískusýningu. Hægt er að skrá sig í Íslandsmótið í skyrglímu á skyrglima@xid977.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.