Innlent

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir styrkt um 5 milljónir í 4 ár

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. MYND/Gunnar V. Andrésson

Fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum skrifuðu í morgun undir samning um árlegn 5 milljóna króna styrk til næstu 4 ára. Fénu verður varið til þeirra verkefna sem stofnunin sinnir og til að efla hana með markvissum hætti.

Stofnunin heyrir undir Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirriituðu samninginn á skrifstofu rektors í morgun.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur leggur nú allt kapp á að eflast sem miðstöð rannsókna í erlendum tungumálum til hagsbóta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og þjóðfélagið í heild.

Í tilkynningu frá Straumi-Burðarás segir að með þessu framlagi vill bankinn leggja sitt af mörkum til að efla enn frekar starfsemi stofnunarinnar og heiðra það mikilvæga starf sem frú Vigdís Finnbogadóttir hefur unnið í þágu tungumála, nú síðast sem velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×