Innlent

Íslensk stjórnvöld ekki staðið við sitt

Íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið við þau fyrirheit sem þau gáfu Íslenskri erfðagreiningu og hafa yfirlýsingar þeirra frekar skaðað fyrirtækið en hitt að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins. Kári Stefánsson ver gestur Þorfinns og Rósu á Fréttavaktinni eftir hádegi í gær. Þar sagði hann velvilja stjórnvalda ekki hafa skilað sér til Íslenskrar erfðagreiningar og frekar skaðað það en hitt.

Gagnagrunnur sem nýtast átti Íslenskri erfðagreiningu olli mikilli úlfúð á sínum tíma. Kári sagði grunninn ekki til enda enginn vilji hjá stjórnvöldum að láta hann verða að veruleika. Allt viðtalið við Kára má finna á VefTíví hér á Vísi.

--




Fleiri fréttir

Sjá meira


×