Innlent

Samkynhneigðir fái full réttindi

Íslenska þjóðkirkjan verður að veita samkynhneigðum öll sömu réttindi og gagnkynhneigðum. Þetta er skoðun prestanna Þórhalls Heimissonar og Bjarna Karlssonar. Þeir segjast bera fullt traust til Biskups Íslands, jafnvel þó að hann vilji að Alþingi bíði með að samþykkja að trúfélögum verði heimilt að gefa saman samkynhneigða. Í þætti um trúmál á NFS í gær sagðist Bjarni eindregið þeirrar skoðunar að samkynhneigðir fengju öll sömu réttindi og gagnkynhneigðir innan þjóðkirkjunnar. Þórhallur tók í sama streng og sagðist ekki vita til þess að innan þjóðkirkjunnar störfuðu prestar sem væri andsnúnir fullum réttindum samkynhneigðra. Séra Karl Sigurbjörnsson Biskup sagðist á nýjársdag vilja að Alþingi biði með að samþykkja breytingar á hjúskaparlögum á þá leið að trúfélögum verði heimilt að gefa saman samkynhneigða. hjónabandið væri fornhelg stofnun sem yrði afnumin með slíkri breytingu. Og það er kannski einmitt þar sem hnífurinn stendur fastur í kúnni. Þjóðkirkja er tilbúin að samþykkja hjónaband samkynhneigðra, en það virðist ekki mega heita því nafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×