Innlent

Tveir hafa svipt sig lífi vegna spilafíknar

Í kvöldfréttum okkar í gærkvöldi sögðum við sögu Péturs Benediktssonar, ungs manns sem svipti sig lífi vegna spilafíknar. Hann er ekki ein um þessi örlög. Júlíus Þór Júlíusson, stofnandi og formaður Samtaka um spilafíkn, segir sjúkdóminn mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir, ekki síst vegna þess að spilafíklum takist betur að halda fíkn sinni leyndri en þeim sem þjást af annars konar fíkn. Hann veit um tvo einstaklinga sem hafa svipt sig lífi það sem af er þessu ári eftir að þeir voru komnir í ógöngur vegna spilafíknar.

SÁÁ hefur boðið upp á meðferð vegna spilafíknar frá árinu 1992. Flestir sem leita hjálpar samtakanna taka þátt í starfi stuðningshópa eða fara á helgarnámskeið. Nokkrir velja þó þá leið að leggjast inn á Vog og fara þar í fulla meðferð þó þeir eigi ekki við áfengis- eða vímuefnafíkn að stríða eins og flestir sem þar dveljast. Allir þeir sem leggjast inn á Vog eru skimaðir fyrir spilafíkn og sýna niðurstöður þeirra að um tíundi hver einstaklingur sem hefur ánetjast áfengi eða vímuefnum stríðir einnig við spilafíkn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×