Innlent

Á batavegi eftir veltu á Reykjanesbraut

MYND/GVA

Maðurinn sem slasaðist í veltu á Reykjanesbraut í eftirmiðdaginn á föstudag er á batavegi en er enn á gjörgæsludeild. Hann meiddist töluvert og fór í aðgerð strax á föstudagskvöld en ekki þurfti þó að setja hann í öndunarvél. Þá liggur vélsleðamaðurinn, sem slasaðist þegar hann fór fram af hengju við Strút, norðan við Mýrdalsjökul, skömmu eftir hádegi í gær, á bæklunardeild Landspítalans. Meiðsli hans eru ekki alvarleg. Að sögn vakthafandi læknis verður hann útskrifaður á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×