Innlent

Námuvinnslu verði hætt í Ingólfsfjalli

Umhverfisáhrif námuvinnslunnar á Ingólfsfjalli er óásættanleg að mati stjórnar Landverndar og hvetur hún sveitarstjórnir á Suðurlandi til að fara að áliti Skipulagsstofnunnar. Á heimasíðu Landverndar segir að Ingólfsfjall sé mikilvægt kennileiti á Suðurlandi og að fjallið hafi menningarlegt sögugildi þar sem það ber nafn fyrsta landnámsmanns Íslands.

Efnistaka úr Ingólfsfjalli hefur verið umdeild og hefur meðal annars verið deilt um hvort hún sé undir þeim viðmiðunarmörkum sem sett eru í lögum. Stjórn Landverndar telur brýnt að kannaðar verði aðrir valkostir við efnistöku sem valda minni umhverfisáhrifum þrátt fyrir að það kunni að kosta meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×