Innlent

Skautasvell opnað á Ingólfstorgi í dag

Samsett mynd
Samsett mynd

Skautasvell verður opnað á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur klukkan hálffimm í dag. Að því standa Tryggingamiðstöðin sem fagnar 50 ára afmæli sínu í dag og Reykjavíkurborg. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Óskar Magnússon, forstjóri TM munu flytja ávörp, klippa á borða og opna svellið. Því næst mun brassband leika tónlist og stúlkur frá Skautafélagi Reykjavíkur sýna listir sínar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.