Írski bakvörðurinn Stephen Kelly hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham um eitt ár. Kelly lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íra fyrir skömmu, en talið var líklegt að hann færi frá félaginu í sumar eftir að samningi hans lyki. Kelly getur spilað báðar bakvarðarstöðurnar á vellinum og hefur staðið sig vel þegar hann hefur fengið tækifæri með aðalliði félagsins.
