Sir Alex Ferguson segir að líklega verði miðjumaðurinn Quinton Fortune látinn fara frá Manchester United fljótlega, en Suður-Afríkumaðurinn hefur átt við erfið meiðsli að stríða lengi. Fortune er með lausa samninga í sumar og þykja þessi tíðindi benda til þess að United ætli að taka nokkuð til á miðjunni hjá sér í sumar.

